Ábyrg nagdýraeyðing

Streymi heildverslun ehf. leggur áherslu á ábyrga notkun útrýmingarefna og hvetur viðskiptavini sína til að ástunda fagleg, örugg og ábyrg vinnubrögð í hvívetna við meindýraeyðingu.

Ábyrg notkun útrýmingarefna felst meðal annars í því að huga vel að ýmsum atriðum við undirbúning og framkvæmd meindýraeyðingar og frágangi og skráningu að henni lokinni. Eftirfarandi er meðal annars byggt á reglugerð um meðferð varnarefna nr. 980/2015.

• Skipulögð nálgun
• Skráið magn og staðsetningu beitu
• Notið ávallt nægilega marga beitustaði
• Farið að fyrirmælum framleiðenda þeirra efna sem notuð eru
• Notið ekki meira af útrýmingarefnum en þörf er á
• Fjarlægið ávallt og fargið á ábyrgan hátt hræjum af dauðum meindýrum
• Takmarkið eins og kostur er aðgengi annarra dýra en meindýranna að beitunni
• Haldið uppi reglulegu eftirliti með beitustöðvum
• Skiljið aldrei beitu eftir við lok meðferðar
• Geymið varnarefni á tryggan hátt

Fyrir meðferð
• Kannið aðstæður, metið þörf á notkun útrýmingarefna, réttlæting á vali þeirra efna sem ætlunin er að nota
• Hugið að nánasta umhverfi þar sem notkun efna mun fara fram, takmarkið aðgengi annarra en meindýranna sjálfra að beitunni, hugið að hættunni á annars stigs eitrun
• Metið tegund, magn og útbreiðslu meindýranna, hugið að fyrri meðferðum
• Búnaður sem ætlunin er að nota til verndar beitunni
• Aðstaða til að losa sig á öruggan hátt við dauð meindýr

Meðferð
• Gætið ýtrustu varúðar við útlagningu útrýmingarefna og tryggið að þau valdi hvorki tjóni á mönnum, dýrum, öðrum en meindýrum, né berist í matvæli eða fóður
• Fylgið notkunarleiðbeiningum á ílátum útrýmingarefna eða sem fylgja vörunni á annan hátt
• Ástundið vandaða skráningu upplýsinga, s.s. hvar beita hefur verið lögð út, hvaða virku efni eru notuð, form þeirra og magn, eftirlit, endurnýjun beitu og fjarlæging dauðra meindýra
• Tilkynnið um hvers kyns atvik þar sem önnur dýr verða fyrir áhrifum eitrunarinnar og grípið til aðgerða til að koma í veg fyrir slíkt, eða ef hreyft hefur verið við beitu eða hún fjarlægð
• Vandaðar og áberandi varúðarmerkingar í samræmi við reglugerð: „Varúð – Meindýraeyðing“ ásamt heiti sæfivörunnar, virkra efna sem hún inniheldur og upplýsingum um þann sem framkvæmir meindýraeyðinguna

Að lokinni meðferð
• Fjarlægið beitu að svo miklu leyti sem það er raunhæft og framkvæmanlegt, gerið lokaleit að dauðum meindýrum
• Ræðið við viðskiptavininn um aðgerðir eða úrbætur til að koma í veg fyrir að meindýrin nái sér á strik aftur
• Innan þriggja vikna að lokinni vinnu við útrýmingu á rottum ber handhafa notendaleyfis að gera skýrslu um verkið og senda til viðkomandi heilbrigðisnefndar sbr. nánari útlistun í reglugerð.