Staðsetning flugnabana

Hér að neðan er að finna nokkrar ráðleggingar um hvar er heppilegast að staðsetja flugnabana til að tryggja hámarks hreinlæti, virkni og auðvelt viðhald. Hafa skal í huga að hvert svæði hefur sína sérstöðu. Því er aðeins unnt að nota þessi atriði sem almenn viðmið.

  1. Staðsetjið flugnabanann í hæfilegri fjarlægð frá viftum og svæðum þar sem dragsúgur er mikill.
  2. Aldrei skal setja flugnabana fyrir ofan ofna eða aðra hitagjafa. Og helst ekki nálægt gluggum eða öðrum sterkum ljósgjöfum.
  3. Flugnabani sem hangir niður úr loftinu hefur meiri virkni en flugnabani sem festur er á vegg. Þess vegna hentar best að festa hann upp miðsvæðis en að sjálfsögðu verður því ekki alltaf við komið.
  4. Hafa ætti í huga að þægilegt sé að nálgast flugnabanann til nauðsynlegs viðhalds og til að tæma skúffuna eða skipta um límspjöld. Sama á við um tengingu flugnabanans við rafmagn.
  5. Lágmarkshæð flugnabana frá gólfi ætti að vera 2,5 metrar. Ef flugnabaninn er settur upp á gangi eða umferðarsvæði þarf að tryggja að ekkert rekist í hann s.s. fólk eða gaffallyftarar.
  6. Ef staðsetja á flugnabana beint fyrir ofan svæði sem notuð eru til matargerðar eða þar sem matvæli eru geymd í opnum ílátum skal nota límflugnabana til að koma í veg fyrir mengun vegna fallandi skordýra.
  7. Ávalt skal til þess hæfur aðili annast uppsetningu og viðhald flugnabana.