Arcturus 30 límflugnabaninn frá Insectora er einstaklega fjölhæft flugnaljós, sem hentar bæði í viðskipta- og heimilisumhverfi. Hönnunin passar vel í hvaða umhverfi sem er. Arcturus 30 veiðir fleyg skordýr á hljóðlátan máta án þess að draga að sér óæskilega athygli. Hann má festa á vegg eða hengja upp í loft (keðjur fylgja með). Hann hentar sérstaklega vel fyrir viðkvæm svæði eins og veitingastaði, kaffihús, skrifstofur, hótel eða heimili.
VIÐHALD ÁN VERKFÆRA: Með því að smella framhliðinni til hliðanna kemstu betur að perunum og störturunum. Límspjaldið er svo rennt úr annahvorri hlið límflugnabanans. Auðveldara verður það varla.
PERA MEÐ ÖRYGGISHlLÍF: Allir Insectora flugnabanarnir koma með perum með öryggishlíf. Öryggishlífin er plasthlíf sem umliggur peruna og verndar umhverfið fyrir glerbrotum. Ef peran brotnar haldast glerbrotin inn í öryggishlífinni, en það er afar mikilvægt t.d. þar sem unnið er með opin matvæli.
Tæknilegar upplýsingar:
Verndarsvæði: Allt að 120 fm
Rafspenna: 230V- 50Hz
Afl: 37W
Útfjólublá pera: 2 stk. af 15W Aflöng 450 mm T8, m/öryggishlíf (BPLS15WS)
Límspjald: 1 stk. af Arcturus límspjaldi (INL9106)
Stærð: 605 x 235 x 105 mm
Þyngd: 2,9 kg
Burðarvirki: Ryðfrítt 430 stál
Ábyrgð: 5 ár (þó ekki á peru, startara og límspjaldi)