Gegn eftirtöldum skordýra lirfum:
Húsfluga
Stingfluga
Sveiffluga
Dritbjalla
Verkunarmáti:
BIOPREN ® 4 GR Plus lirfueitrið er vaxtarstýriefni fyrir skordýr, að stofni til úr S-metópreni, sem hindrar umbreytingu lirfa húsflugu, stingflugu og sveifflugu yfir í fullorðnar flugur, og umbreytingu dritbjöllulirfa yfir í fullvaxnar dritbjöllur. Lirfur sem eru meðhöndlaðar þroskast áfram yfir á púpustig en þær koma ekki upp úr púpunni. BIOPREN ® 4 GR Plus kemur í veg fyrir uppkomu fullvaxinna flugna og dritbjalla en hefur engin áhrif á flugur eða bjöllur sem hafa þegar náð púpustigi eða fullum þroska fyrir meðferð. Til að meðhöndla fullorðnar flugur eða dritbjöllur sem þegar eru til staðar er ráðlagt að nota öflugt skordýraeitur.
Notkunarleiðbeiningar:
Miðið meðhöndlun við lífsferil og einkenni skordýranna sem hún beinist gegn. Veljið svæði og tímasetjið meðhöndlun út frá því hvenær meindýrin eru viðkvæmust.
Dýrahús: Komið í veg fyrir að búfé komist í snertingu við vöruna. Ef það er ekki mögulegt skal fjarlægja búfé úr húsinu áður en varan er notuð. Meðhöndlið drit eða mykju sem safnast hefur upp undir rimlagólfi, málmgrind, drithaugum eða búrum. Ekki má dreifa kyrninu í nánasta umhverfi fóður- og brynningarstaða eða þar sem búfé getur hugsanlega neytt vörunnar. Ef fóður eða drykkjarvatn mengast skal tæma eða hylja fóður- og vatnsskammtarann áður en svæðið er meðhöndlað.
Mikilvægt er að dreifa kyrninu yfir mykjuna/dritið innan þriggja daga frá því að búfé er sett í hús og meðhöndla síðan hvert nýtt 10 cm þykkt lag. Gætið þess að engin ómeðhöndluð mykja eða drit sé eftir í dýrahúsum.
Vörunni verður að dreifa jafnt á yfirborð mykjunnar annaðhvort með mælibikar eða með viðeigandi búnaði, t.d. handheldum skammtara samkvæmt eftirfarandi:
Skammtastærð:
Svínastíur, nautgripahús: 30 g/m²
Rimlagólf: Berist á á þriðja degi eftir að nýtt búfé er komið í
hús. Meðhöndlið allt gólf mykjugryfjunnar. Nauðsynlegt er að endurtaka meðferðina í hvert sinn sem mykja hefur verið fjarlægð.
Djúpir drithaugar: Berið á hvert nýtt lag af driti og endurtakið meðferðina eftir hvert 8–10 cm lag af fersku driti.
Alifuglabú: 30 g/m²
Búr: Meðhöndlið uppsafnað drit (hvert 10 cm þykkt lag) undir búrunum.
Djúpir drithaugar: Berið á hvert nýtt lag af driti og endurtakið meðferðina eftir hvert 10 cm lag af fersku driti.
Ef um er að ræða mjög þurra mykju/drit (t.d. hænsnadrit) getur liðið lengri tími þar til virkni vörunnar kemur fram. Með því að úða 100–200 ml af vatni/m² á yfirborð mykju/drits má hvetja til hraðari lirfudrepandi áhrifa.
Mykja sem geymd er utandyra:
Til að koma í veg fyrir endursmit verða mykjugryfjur utandyra að vera í að minnsta kosti 15 metra fjarlægð frá dýrahúsinu. Slíka mykjugryfju má aðeins meðhöndla með BIOPREN ® 4 GR Plus lirfueitri ef hún er í lekaheldu, einangruðu íláti ásamt því að uppfylla aðrar kröfur um örugga geymslu mykju.
Við meðhöndlun á mykju sem geymd er utandyra skal bera 30 g/m² af vörunni á yfirborð mykjunnar og á hvert nýtt 10 cm þykkt lag af mykju. Hætta skal meðhöndlun á mykju með BIOPREN ® 4 GR Plus lirfueitrinu að minnsta
kosti tveimur mánuðum áður en mykjunni er dreift. Á þessu tímabili er mælt með því að koma í veg fyrir að flugur komist á ný í mykjuna með hindrunum (t.d. með yfirbreiðslu).
Varan getur hindrað uppkomu flugna og dritbjalla í allt að 12 vikur eftir meðhöndlun ef ofangreindum notkunarleiðbeiningum er fylgt. Vöruna má nota sex sinnum á ári að hámarki.