Inniheldur: Kísilgúr (CAS-nr.: 61790-53-2): 7,20% m/m. Geraníól (CAS-nr. 106-24-1): 0,03% m/m.
UFI: DEQ0-FRX6-NX3J-9544
Geymið fjarri hita og raka.
Gætið varúðar við notkun sæfiefna. Lesið merkimiðann og vöruupplýsingarnar fyrir notkun. Öryggisblað er tiltækt ef um er beðið.
NOTKUN
Þegar skordýrin hreyfa sig þekur duftið búk þeirra. Duftið loðir við skel skordýranna. Öflug frásogshæfni duftsins dregur lípíðin úr yfirhúð skordýranna, sem veldur því að þau þorna og drepast innan nokkurra klukkustunda. Ef lofthiti er lágur eða loftraki hefur aukist er hugsanlegt að þessi áhrif tefjist um 1–2 daga. Skordýr geta ekki myndað ónæmi gegn efninu. Veitir vörn gegn mörgum tegundum ófleygraskordýra á heimilum og sníkjudýrum í umhverfi gæludýra: roðalús, flóm, blóðmítlum, veggjalús, kakkalökkum, maurum, silfurskottum o.þ.h. Hentar vel til notkunar á afmörkuð svæði (í sprungur, skorur o.þ.h.).
SKÖMMTUN OG LEIÐBEININGAR
Diatomex úðabrúsinn er með nákvæmum skömmtunarstúti til notkunar í sprungum, skorum og glufum. Úðið þunnu lagi við hóflegan þrýsting nálægt þekktum og hugsanlegum felustöðum, allt eftir því hvaða meindýr er um að ræða. Þetta geta t.d. verið gluggakarmar, dyrakarmar, á bak við skápa, gólflistar, undir vaski, undir teppum, nálægt saumum á dýnum og í kringum vistarverur gæludýra. Ráðlegt er að hvorki fólk né dýr séu nærri þegar meðferðin er framkvæmd og að húsnæðið sé látið standa autt í a.m.k. 2 klukkustundir. Diatomex skilur eftir sig sýnilega slikju sem ekki á að hreinsa burtu strax eftir að efnið er borið á, þar sem slíkt myndi gera að engu skordýraeyðandi virkni þess. Ef vart verður við ný skordýr í kjölfar þess að egg hafa þroskast skal úða efninu á aftur til að trufla hringrásina í heild sinni og/eða halda virkni efnisins gegn uppkomu nýrra búa. Hristið vel fyrir notkun. Hreinsið úðastútinn á hvolfi eftir hverja notkun.