Kattabúrgildra
Kattabúrgildran er samkv. reglugerð 80/2016 um velferð gæludýra, hún er með einum hlera, hönnuð sérstaklega fyrir ketti. Gildran vegur 6,4 kg og mælist 91 cm að lengd, 30 cm á breidd og 30 cm á hæð. Hún er smíðuð úr 2,5 cm x 5 cm – 12 gauge galvaníseruðu vírneti.
Gildran er einnig með þéttara netmunstri (1,3 cm x 2,5 cm) í aftari hluta gildrunnar, sem kemur í veg fyrir að dýr nái til beitunnar utan frá og steli henni.