
Bogadreginn inngangur minnkar tortryggni nagdýra þar sem þau ganga inn í stöðina á fyrra undirlagi.

Hönnuð svo að nagdýrin sjái í gegnum stöðina, sem eykur öryggistilfinningu þeirra.

Stöðubandið auðveldar sjónrænt eftirlit og gefur til kynna hvort fellan sé spennt eða smollin. Felluna má einnig spenna með því að draga stöðubandið út.

Auðvelt er að skipta um fellu með því að smella henni úr stöðinni, sem einfaldar einnig þrif.

Stöðin er með strikamerki sem gerir hana hentuga fyrir rafrænt eftirlitskerfi, svo sem með PestScan.

Festingar fyrir dragbönd gera kleift að staðsetja stöðina á farleiðum nagdýra, t.d. á rörum eða trjám.

Stöðina má festa með U-klemmu til dæmis á girðingu.

Þunnt plast í botni stöðvarinnar gerir mögulegt að þrýsta pinna jarðfestingar eða stéttafestingar í gegnum botninn til að festa stöðina kirfilega.