Viðhald flugnabana

  1. Takið flugnabanann alltaf úr sambandi við rafmagn áður en unnið er við hann og áður en nokkrar hlífar eru fjarlægðar.
  2. Ávalt skal til þess hæfur aðili annast eftirlit og viðhald flugnabana.
  3. Gangið úr skugga um að tækið sé tryggilega fest á vegg eða í loft.
  4. Gætið þess að rafmagnstenging sé vel frágengin og engar sprungur eða slit í leiðslum.
  5. Takið skúffuna og fjarlægið allt innihald hennar. Ef þörf er á er hún hreinsuð með mildum sápulegi.
  6. Fjarlægið hlífina.
  7. Fjarlægið útfjólubláu perurnar og skilið þeim á næstu endurvinnslustöð eða þar til bærra aðila til förgunar.
  8. Gangið úr skugga um að öll ljósastæði séu í góðu lagi.
  9. Hreinsið kassann vandlega að innan. Best er að fjarlægja allar skordýraleifar af háspennugrindinni með pensli. Hreinsa með rökum klút og þurrka síðan vandlega með hreinum þurrum klút. Mikilvægt er að grindin sé alveg þurr til að koma í veg fyrir skammhlaup.
  10. Gætið þess að jafnt bil sé milli slánna á grindinni. Einhver merki kunna að vera um bruna á plast millibilunum er aðskilja slárnar. Slík ummerki eru eðlileg og ekki þarf að huga frekar að þeim, ef ekki er um að ræða neistaflug milli sláa.
  11. Setjið nýjar útfjólubláar perur í eftir að hafa gengið úr skugga um að þær séu af réttri gerð og styrk. Festa ætti miða utan á tækið sem gefur til kynna hvenær næst þarf að skipta um perur.
  12. Setjið hlífina á flugnabanann ÁÐUR EN nokkrar prófanir fara fram.
  13. Aðeins skal prófa háspennugrindina með einangruðu verkfæri.
  14. Ef eitthvað er óljóst eða þið í vafa um eitthvað skuluð þið leita upplýsinga.